Erfingi

Erfingi samkvæmt erfðarétti er sá aðili sem fékk, er að fá, eða stendur til að fá arf frá arfleifanda. Erfingjar skiptast niður í nokkra flokka eftir stöðu þeirra við úthlutun arfs. Íslensku erfðalögin (nr. 8/1962) heimila erfingja að afsala sér arfi ef arfleifandi samþykkir. Erfingja er einnig frjálst að hafna arfi þegar til stendur að úthluta honum, en um þann rétt er þó ekki sérstaklega getið í lögunum.

Algengt er að lög ríkja kveði á um að morðingi geti ekki erft eftir þann sem viðkomandi myrðir. Þá er í lögum sumra ríkja að sé manneskju nauðgað og barn sé getið við þá háttsemi, komi nauðgarinn þá ekki til greina sem erfingi þess barns. Þá gæti ófætt barn talist erfingi foreldris þess sem deyr fyrir fæðingu þess, ef það fæðist lifandi.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne