Ellie Goulding

Ellie Goulding
Ellie Goulding á tónleikum
Ellie Goulding á tónleikum
Upplýsingar
UppruniHereford, Herefordshire, England
Ár virk2007 – í dag
StefnurSjálfsætt popp
Rafpopp
Synthpop
ÚtgefandiNeon Gold
Polydor
Cherrytree
Interscope
Vefsíðaelliegoulding.com

Elena Jane Goulding (fædd 30. desember 1986), betur þekkt sem Ellie Goulding, er ensk söngkona og lagahöfundur. Árið 2008 vann hún verðlaun á BRIT Awards. Árið eftir skrifaði hún undir samning við Polydor Records og gaf út fyrstu smáskífuna sína, An Introduction to Ellie Goulding. Fyrsta hljómplatan hennar, Lights, kom út árið 2010. Hljómplatan hlaut fyrsta sæti breska vinsældalistans en yfir 650.000 eintök seldust þar. Önnur hljómplatan hennar, Halcyon, kom út árið 2012 og fékk jákvæða gagnrýni. Platan náði öðru sæti á breska topplistanum.

Ellie Goulding er sópran og tónlist hennar hefur verið líkt við tónlist þeirra Kate Nash, Lykke Li og Tracey Thorn.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne