Mannanafnanefnd er íslensk nefnd sem ákveður og samþykkir íslensk mannanöfn samkvæmt Lögum um mannanöfn. Hún var stofnuð árið 1991 og nefndin er skipuð þremur mönnum af innanríkisráðherra Íslands til fjögurra ára í senn. Heimspekideild Háskóla Íslands tilnefnir eina manneskju í nefndina, lagadeild Háskóla Íslands eina og Íslensk málnefnd eina. Úrskurðum hennar er ekki hægt að skjóta til æðra stjórnvalds.