Eignarfall

Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Tímaeignarfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Eignarfall (skammstafað sem ef.) er fall sem fallorð geta staðið í. Ýmsar forsetningar stýra eignarfalli og í sumum málum stýra ýmsar sagnir eignarfalli. Einnig getur eignarfallið staðið með öðru fallorði og gefið til kynna ákveðin tengsl þess, sem orðið í eignarfalli stendur fyrir, og þess, sem stýrandi orð stendur fyrir.

Eignarfall getur m.a. gefið til kynna:

  • uppruna („menn Rómar“, þ.e. menn frá Róm)
  • einkenni („maður margra orða“)
  • stærð („tveggja metra langur“)
  • heild sem stýrandi orð er hluti af („helmingur þjóðarinnar“)
  • eign („bók Halldórs“)
  • geranda sagnarmerkingar stýrandi orðs („dómur Jóns“, þ.e. Jón dæmir)
  • andlag sagnarmerkingar stýrandi orðs („sýknun Guðmundar“, þ.e. Guðmundur var sýknaður)
  • tíma („kvölds og morgna“)

Mörg tungumál hafa eignarfall, þeirra á meðal: arabíska, finnska, georgíska, gríska, hollenska, írska, íslenska, latína, litháíska, pólska, rússneska, sanskrít, og þýska.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne