Actinomycetales

Actinomycetales
Rafeindasmásjármynd af Actinomyces israelii.
Rafeindasmásjármynd af Actinomyces israelii.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Actinobacteria
Flokkur: Actinobacteria
Undirflokkur: Actinobacteridae
Ættbálkur: Actinomycetales
Buchanan 1917[1]
Undirættbálkar/Ættir

Actinomycetales eða geislagerlar er fremur stór og fjölskrúðugur ættbálkur baktería. Þær teljast Gram-jákvæðar þrátt fyrir að margar tegundir ættbálksins sé erfitt að lita með hefðbundinni gramlitun, en bygging frumuveggja þeirra er þó ótvírætt í samræmi við aðrar Gram-jákvæðar bakteríur.

Helstu búsvæði geislagerla eru í jarðvegi, en innan ættbálksins er einnig að finna nokkuð af sýklum, þar á meðal barnaveikisýkilinn og berklasýkilinn, auk baktería af ættkvísl Actinomyces sem valdið geta svokallaðri geislagerlabólgu[2].

Innan ættbálksins eru all margar tegundir sem framleiða annarsstigs lífefna með örveruhemjandi virkni og eru þau sum hver eru nýtt sem sýklalyf.

  1. R. E. Buchanan (1917) „Studies in the nomenclature and classification of bacteria. II. The primary subdivisions of the Schizomycetes.“ J. Bacteriol. 2, 155-164.
  2. Ragnar F. Ingvarsson, Lárus Jónsson, Hafsteinn Sæmundsson og Magnús Gottfreðsson (2007) „Geislagerlabólga í sjötugri konu með gleymda lykkju - Sjúkratilfelli og yfirlit um sjúkdóminn“ Læknablaðið 93, 479-485.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Nelliwinne